kustkulturlogo300px

   Vitafélagið
   Ljósmál
International
  skuk  English
  skfinland  Suomi
    Deutsch
  norw0001  Norsk
   

 

Súðbyrðingurinn á heimsminjaskrá


Norræni súðbyrðingurinn tilnefndur á lista heimsminjasakrár UNESCO                 
Þetta er fyrsta íslenska tilnefningin og jafnframt fyrsta samnorræna tilnefningin 

Norðurlöndin öll, ásamt sjálfstjórnarríkjunum, Færeyjum og Álandseyjum, standa saman að tilnefningu norrænnar trébátasmíði á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um óefnislega menningararfleifð mannkynsins. Þar er mælst til að skráð verði verklag, siðir, venjur og hættir sem tengjast norrænum súðbyrtum trébátum. Umsóknin var afhent í vikunni í París, undirrituð af ráðherrum allra norrænu ríkjanna.

Hinn dæmigerði norræni trébátur — súðbyrðingurinn — hefur fylgt Norðurlandabúum um árþúsundir og greitt þeim leið um hafið. Súðbyrðingarnir voru farkostir fólks hvarvetna með ströndum Norðurlandanna. Þeir voru mikilvæg samgöngutæki sem tengdu Norðurlandaþjóðirnar – og á þeim var dregin björg í bú. Súðbyrðingurinn sjálfur er dýrmætur menningararfur og gegnir ríku hlutverki í strandmenningu Norðurlandaþjóðanna.

Enn þann dag í dag er norrænum súðbyrðingum haldið til fiskjar og bátasmiðir munda tól sín og tæki til smíða á súðbyrðingnum – og þekking á viðhaldi bátanna er enn til staðar. Þessir fornu farkostir eru sívinsælir til siglinga og veiða meðal almennings. En blikur eru á lofti.

Menningararfur í hættu

Hin lifandi, óefnislega menningararfleifð sem tengist norræna súðbyrðingnum er í hættu. Súðbyrtum bátum hefur fækkað verulega undanfarna áratugi og sífellt fækkar bátasmiðum sem kunna til verka. Þegar svo er komið er menningararfur að glatast og líkur á að menningarverðmætin sem felast í norræna súðbyrðingnum hverfi í stað þess að erfast til komandi kynslóða.

Því hafa Norðurlöndin sameinast um að fá norrænar hefðir við smíði súðbyrðins settar á lista hjá UNESCO yfir menningarerfðir mannkyns – listann yfir þýðingarmikla starfhætti sem borist hafa frá kynslóð til kynslóðar – hefðir sem munu hverfa verði þeim ekki viðhaldið.

Hefðir sem mótuðu íslenskt samfélag

Norræni súðbyrðingurinn er ástæðan fyrir landnámi Íslands. Án bátsins er vart hægt að hugsa sér búsetu manna í landinu í þúsund ár. Fiskveiðar með ströndum fram, flutningar milli staða og ferðalög yfir úthafið. Allt þetta byggðist á hinum norræna súðbyrðingi.

Bátasmíðar voru stundaðar allt í kringum landið þrátt fyrir mikinn trjáskort. Knerrir, teinæringar, áttæringar, sexæringar, fjögurramannaför og tveggjamannaför – til hinna fjölbreytilegu nota.

Enn þann dag í dag er súðbyrtum bátum siglt um flóa og firði Íslands og vaxandi viðleitni hefur gætt í seinni tíð að viðhalda fornri þekkingu á smíði og meðferð slíkra báta. Umtalsverður áhugi er meðal fólks á öllum aldri að sækja námskeið í því skyni. Þar hafa einstaklingar, félög og söfn lagt mikið af mörkum með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þá er vert að geta þess að súðbyrðingurinn er uppistaðan í bátavarðveislu íslenskra sjóminjasafna.

Með fyrrgreindum hætti varðveitist gömul hefð sem stendur djúpum rótum á Íslandi og einnig meðal annarra norrænna þjóða – sem nú hafa náð samstöðu um að vernda hana og efla.

Öflug samtök eru að baki umsókninni

Um 200 aðilar á Norðurlöndunum, bátasmiðir, söfn og félagagasamtök, standa að baki
umsókninni. Á Íslandi var það Vitafélagið- íslensk strandmenning sem leiddi starfið, en að baki umsókninni standa auk þess bátasmiðir og átta
söfn, þar með talið Síldarminjasafn Íslands og Þjóðminjasafnið. Mennta- og menningarráðuneytið sendi síðan umsóknina inn til UNESCO ásamt menningarráðuneytum annarra norrænna ríkja.

Hefðin lifir góðu lífi

Víða eru sterk félög í kringum strandmenningu og súðbyrta báta á Norðurlöndunum þótt þeir séu ekki lengur nauðsynlegir fyrir afkomu landsmanna. Í þeim fer saman þekking og varðveisla menningararfs, útivist, félagsstarf og vistvænn ferðamáti. Smíði þeirra er kennd í lýðskólum, iðnskólum og saga þeirra og smíði kennd á háskólastigi í Noregi. Því miður er smíði þeirra hvergi kennd á Íslandi. Fjöldi fólks á súðbyrtan bát, einn eða fleiri, og meðan svo er varðveitist þekking á notkun þeirra, viðhaldi og smíði. „Það eru ómetanleg verðmæti fólgin í því að varðveita súðbyrðingshefðina því hún skírskotar beint til nútímafólks“ segir Søren Nielsen frá Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu og heldur áfram: „Súðbyrðingarnir eru mikilvægir því þeir höfða til okkar á alveg sérstakan hátt og uppfylla þarfir sem erfitt er að mæta með öðrum hætti í lífi okkar. Þeir fela í sér tengsl við fortíðina en eru jafnframt ákjósanlegur rammi um umhverfisvæna frístundaiðju og náttúruupplifanir. Súðbyrðingarnir gefa fólki tækifæri til að rækta hefðir og rótgróna menningu í samfélagi við aðra og tryggja framtíð bátanna með því að leiða notkun þeirra inn á nýjar brautir.“

Staðreyndir

Súðbyrðingurinn er sérstök bátagerð og hefur mikinn innbyrðis breytileika sem ræðst af staðháttum og tilgangi, svo sem hvort bátar voru ætlaðir til fiskveiða, vöruflutninga, fólksflutninga – og einnig því efni sem var til ráðstöfunar þegar báturinn var smíðaður.

Skrokkur súðbyrðings einkennist af láréttum timburborðum sem skarast hvert yfir annað – af þessari smíði eru dregin orðin skarsúð og súðbyrðingur.

Enn eru smíðaðir súðbyrðingar á Íslandi –  þó það sé fremur fátítt. Nokkur söfn og einkaaðilar halda handverkinu á lofti með því að smíða súðbyrðinga til einkanota, standa fyrir námskeiðum og miðla þannig þessum dýrmæta menningararfi. Þeir bátasmiðir sem enn smíða súðbyrðinga nota hefðbundin handverkfæri í miklum mæli en vélknúin verkfæri eru einnig notuð. Þá er smíðaviðurinn samur og forðum tíð.

Skráning norrænna súðbyrðingshefða á skrá UNESCO um óefnislegar menningarminjar mun tryggja sýnileika þeirra og árétta mikilvægi varðveislu þeirra. Hún mun jafnframt efla vitundina um hinn óefnislega menningararf og þýðingu hans almennt – auk þess að styrkja varðveislu hinna efnislegu súðbyrðingshefða sérstaklega.

Með þessari norrænu tilnefningu er fylgt eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna um varðveislu óefnislegra menningarminja sem öll norrænu ríkin hafa áður staðfest. Verkefnið hefur notið fjárhagsstuðnings norrænu ráðherranefndarinnar og Norsk kulturråd.

Spegill fortíðar -silfur framtíðar

Fræðslufundur Vitafélagsins sem vera átti 1. apríl fellur niður vegna Covid-19

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Spegill fortíðar –silfur framtíðar 

Sögur úr landhelgisstríðunum

Fræðslufundur 4 mars 2020

Pálmi Hlöðversson, fyrrv. skipherra 

Útfærsla landhelginnar 1 september 1958 og átökin við breska togara og herskip

Pálmi mun fjalla af eigin reynslu um landhelgisdeilurnar. Sagt er frá því m.a. þegar skipverjar voru teknir með valdi og fluttir yfir í freigátuna Eastbourne. Pálmi segir líka frá klippunum sem sérstöku leynivopni og beitingu þeirra.

Pálmi byrjaði til sjós 1955 á skólabátnum Þórarni RE, en frá 1958 var hann á varðskipunum, byrjaði sem messagutti og vann sig upp í að vera stýrimaður og skipherra á skipum og flugvélum Landhelgisgæslunnar. Pálmi lærði köfun og starfaði sem kafari í 15 ár og einnig lærði hann hjá Danska sjóhernum að eyða tundurduflum og sprengjum og vann við það um árabil. Pálmi hefur einnig kennt við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Frá 2008 hefur hann unnið mikið í varðskipinu Óðni.

Saga Ólafsdóttir, sagnfræðingur

Endurminningar eiginkvenna íslenskra varðskipsmanna í þorskastríðunum

Í fyrirlestrinum ætlar Saga að fjalla um minningar og upplifun kvenna sem voru bundnar varðskipsmönnum fjölskylduböndum. Hún mun draga fram þátt þeirra í sögu þorskastríðanna og hvaða áhrif atburðirnir höfðu á líf þeirra. Einnig verður farið yfir baráttu kvenna sem börðust fyrir bættu öryggi og vinnuaðstæðum fyrir hönd sinna manna í lok þorskastríðanna.

Saga lauk B.A.prófi í sagnfræði 2015 og er aðal áhugasvið hennar nútíma sagnfræði, munnleg saga og miðlun. Í lokaritgerðinni sinni tók hún saman sögu átta kvenna sem voru giftar eða mæður manna sem voru við vinnu hjá Landhelgisgæslu Íslands í þorskastríðunum og tóku þátt í átökum við Breska flotann fyrir Íslands hönd.  

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 4 mars, 2020 kl. 20.00.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Landhelgi Íslands og efnahagslögsaga landsins

Fræðslufundur 5 febrúar 2020

Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar : Fiskistofnarnir og útfærsla fiskveiðilandhelginnar á áttunda áratugnum

Ástand fiskistofnanna við Ísland var meðal mikilvægustu röksemdir Íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur árið 1972 og í 200 sjómílur árið 1975. Eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur tók við nýtt tímabil, þar sem ofveiði erlendra fiskiskipa uppí landsteinum var ekki lengur viðfangsefnið en baráttan innanlands fyrir uppbyggingu fiskstofnanna og takmörkun of þungrar sóknar tók við. Þar skiptust m.a. á fiskifræðileg rök vísindamanna og fiskverndarrök annars vegar; hins vegar ýmis sjónarmið stjórnmálamanna, aðila í sjávarútvegi og byggðarsjónarmið. 

Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands: Útfærslur fiskveiðilögsögunnar: Efnahagsleg þýðing

Útfærslur fiskveiðilögunnar er ein af mikilvægustu forsendum hins tiltölulega mikla framlags sjávarútvegsins til þjóðarbúskaparins. Í þessu erindi verður leitast við að meta efnahaglegt gildi þessi að færa fiskveiðilögsöguna út frá 12 sjómílum 1958 í 50 sjómílur 1972 og að lokum 200 sjómílur árið 1976. Í þessi mati eru mörg álitamál. Þó er ljóst að efnahagslegt gildi þessara útfærslna var mjög mikið.  Gróft mat bendir til þess að samanlagt efnahagslegt gildi þessara þátta nemi umtalsverðu hlutfalli af þjóðarframleiðslunni.

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 5 febrúar,  2020

2020 1 8 VITAFÉLAGIÐ – LANDHELGIN

From: xxx <x@x.is>

Skilaboð:
Fletta m. örvartökkum, lyklaborði: 2020 1 8 VITAFÉLAGIÐ – LANDHELGIN https://photos.app.goo.gl/akboUjDeCxjp19v58
Sumar myndir hreyfðar: https://photos.app.goo.gl/FoyfEy2xgYk7iBgR9

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Spegill fortíðar –silfur framtíðar

Yfirskrift fræðslufunda starfsársins 2019-2020:

Landhelgi Íslands og efnahagslögsaga landsins

Fræðslufundur 8 janúar 2020

Guðmundur Hálfdánarson,  prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

 Útfærsla landhelginnar frá 4 mílum 1952 og að 200 sjómílum 1975. Útfærslan skoðuð í sögulegu samhengi.

Guðmundur lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Cornell-háskóla árið 1991, og hefur starfað við Háskóla Íslands frá því ári. Rannsóknir Guðmundar hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað sögu pólitískra hugtaka á borð við fullveldi og borgararétt, og fjallað um tengsl minnis og sögu. Guðmundur gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík

Landhelgin í nútímanum. Réttarreglur um íslensk hafsvæði og samspil mismunandi lögsögubelta.

Bjarni Már lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013 og LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-háskóla árið 2007. Hann kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar (alþjóðalaga), einkum á sviði hafréttar. Bjarni er höfundur bókarinnar The Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles: Delineation, Delimitation and Dispute Settlement (Brill/Nijhoff 2015. Á vorönn 2016 var Bjarni gestafræðimaður við lagadeild Duke-háskóla sem Fulbright Arctic Initiative fræðimaður. Bjarni er forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 8 janúar, 2020

Umsókn um aðild að Vitafélaginu

From: <perlagisladottir@gmail.com>

Nafn:
Sigrún Perla Gísladóttir

Kennitala:
1502964129

Heimilisfang:
Reynimelur 80
108 Reykjavík

Sími:
8486816

Skilaboð:
hæhó, var að finna ykkur! nýútskrifuð úr arkitektúr með áherslu á sjálfbærni og mestan áhuga á hafinu.
hlakka til að fylgjast með!

Ljósmál

Heimildarmyndin Ljósmál saga íslenskra vita.

Verður frumsýnd laugardaginn 9. nóvember í Bíó Paradís – Hverfisgötu 54, Reykjavík.

Aðrir sýningartímar eru;
sunnudaginn 10. nóv. kl. 17:00
mánudaginn 11. nóv kl. 18:00
þriðjudaginn 12. nóv kl. 18:00
miðvikudaginn 13. kl. 19:30
fimmtudaginn 14. nóv kl. 17:30
Myndin er með íslensku tali en textuð á ensku.

Efni myndarinnar.

Um efni myndarinnar:

Í fyrsta sinn er vitasaga landsins rakin í einstakri heimildamynd. Yfir vitum hvílir dulúð þar sem
þeir standa í stórbrotnu umhverfi á mörkum lands og sjávar og laða að sér fólk hvaðanæva úr
heiminum. Þeir geyma sögu um það hvernig Ísland varð númtímasamfélag, fanga ímyndunaraflið
og eru endalaus innblástur um fortíð og framtíð.

Saga íslenska vitans er ekki gömul. Árið 1878 lýsti í fyrsta sinn vitaljós á Íslandsströndum.
Það var á Valahnjúk á Reykjanesi. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu
Hrollaugseyjavita um miðja 20. öld. Þar með var ljósvitahringnum um landið lokið.

Það voru einkum skipaeigendur sem sigldu með vörur á milli Íslands og Evrópu sem komu vitavæðingunni
á rekspöl þó vissulega hafi hörmulegir mannskaðar íslenskra sjómanna einnig verið hvati til að bæta
öryggi þeirra. Árið 2003 var þess minnst að 125 ár voru liðin frá fyrsta vitaljósinu og við það tilefni voru
fyrstu sjö vitar landsins friðlýstir. Óhætt er að fullyrða að með tilkomu vitabygginga hafi iðnbyltingin hafist á Íslandi.

Bygging þeirra krafðist tækniþekkingar og verkkunnáttu sem áður var óþekkt og þetta voru á meðal allra fyrstu
íslensku steinsteypubyggingarnar. Einnig fengu hönnuðir og arkitektar tækifæri til að láta láta að sér kveða og
margir vitar landsins endurspegla þau áhrif sem smíði þeirra hafði á íslenska byggingarlist.

Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 að tölu og er þá ótalinn fjöldi innsiglinga- og hafnarvita í eigu og umsjá sveitarfélaga.

 

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Fræðslufundur Vitafélagsins-íslensk strandmenning
6.nóvember 2019 kl: 20:00 í húsnæði Sjóstangafélags Reykjavíkur að Grandagarði 18,  2. hæð Landhelgisgæslan, stofnun og saga – Gylfi Geirsson, loftskeytamaður

Gylfi Geirsson er loftskeytamaður en auk þess stundaði hann nám í skóla nska sjó- og landhersins auk skóla Breska hersins. Hann er með diploma í hafrétti frá Ródos.

Gylfi gjörþekkir öll störf Landhelgisgæslunnar eftir 42 ára starfsferil. Hann hóf störf hjá gæslunni sem loftskeytamaður vorið 1971 eftir að hafa starfað 4 ár sem loftskeytamaður hjá Eimskip. Meðal þeirra verkefna sem hann hefur sinnt eru:

  • Loftskeytamaður á varðskipum, flugvélum og í stjórnstöð
  • Viðgerðamaður fjarskipta- og siglingatækja
  • Sprengjusérfræðingur og yfirmaður sprengjudeildar LHG í rúm 20 ár
  • Fulltrúi LHG hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
  • Í sendinefndum Íslands á fundum Norðestur Atlantshafs Fiskveiðisamtakanna (NAFO) og Norðustur Atlantshafs Fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) 1995 til 2018
  • Formaður tækninefndar NEAFC 2005 til 2010
  • Formaður fiskveiðieftirlitsnefndar NEAFC 2010 til 2017
  • Sérfræðingur í fjareftirliti hjá FAO í Róm á vegum ísl. stjórnvalda 2007
  • Verkefnisstjóri hjá North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF) 2008 til 2009 egar Ísland var með formennsku
  • Formaður fiskveiðinefndar NACGF 2008 til 2012

Árið  2013 lét Gylfi af störfum eftir 42 ár, þá sem framkvæmdastjóri erlendra verkefna og nú er hann formaður Öldungaráðsins sem er félagsskapur fyrrum starfsmanna Landhelgisgæslunnar.