Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Frá haustinu 2008 hefur félagið staðið fyrir fræðslukvöldum um íslenska strandmenningu oftast í samstarfi við Víkina - sjóminjasafn í Reykjavík. Eitt kvöld í hverjum vetrarmánuði flytja sérfróðir einstaklingar fundargesti um strandmenningu og ólíka þætti hennar s.s. tónlist, handverk, sjóskrímsli, fjörugróður, bátasmíði, æðarækt, kvótakerfið og mannlíf við sjávarsíðuna svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa stendur félagið fyrir málþingi/ráðstefnu á landsbyggðinni á vordögum. Nú þegar hafa slíkir dagar verið haldnir á Akureyri, Norðfirði, Húsavík, Grindavík, Ísafirði, Akranesi, Patreksfirði og Vestmannaeyjum.
Vitafélagið – íslensk strandmenning
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Dagskrá 2017-2018
Konur og strandmenning (okt-nóv)
Árið 1918 (jan-apríl)
Hefðbundin dagskrá Vitafélagsins hefst þann 4 október 2017. Athygli er vakin á því að dagskrá vetrarins verður haldin í húsnæði
Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2 hæð
Dagskrá vetrarins verður í raun tvískipt. Að hausti verða eingöngu konur á dagskrá og fjallað verður um konur og strandmenningu í víðasta skilningi. Eftir áramótin hefst dagskrá sem helguð er árinu 1918 í tilefni 100 ára afmælis sjálfsstæðis Íslendinga.
Konur og strandmenning
4 október 2017, kl. 20.00
Marsibil Erlendsdóttir, vitavörður: Vitavarsla á Dalatanga á síðari tímum.
Guðrún Arndís Jónsdóttir, stjórnarmaður í félaginu Konur í sjávarútvegi. Markmið félagsins og viðfangsefni.
1 nóvember 2017, kl. 20.00
Inga Fanney Egilsdóttir, stýrimaður: Konan í brúnni. Inga segir frá upplifun sinni sem stýrimaður á far- og fiskiskipum. Gunnhildur Hrólfsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur: „Þær þráðinn spunnu“. Konur í Vestmannaeyjum og hlutverk þeirra í samfélagi karla.
1918
Staða strandmenningar frá ólíkum sjónarhólum
árið sem Ísland varð fullvalda ríki.
10 janúar 2018, kl. 20.00
Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur: Merkasta ár sögunnar? Lífskjör, áföll, fullveldi og siglingar á árinu 1918. Fjallað verður um aðstæður á Íslandi árið 1918, áhrif heimsstyrjaldarinnar fyrri á lífskjör fólks og þau áföll sem dundu á þjóðinni (frostavetur, Kötlugos og spænsku veikina). Einnig verður rætt um fullveldið og siglingar (millilandasiglingar og strandsiglingar).
7 febrúar, 2018, kl. 20.00
Þorleifur Óskarsson, sagnfræðingur: Fiskifley og fiskimenn. Fikiskipastólinn (togarar seldir í fyrri heimsstyrjöld, lengist í þilskipaútgerð fyrir vikið). Tækniþróun í sjávarútvegi og áhrif styrjaldarinnar.
7 mars, 2018, kl. 20.00
Margrét Guðmundsdóttir / Þórarinn Hjartarson : Konur og fullveldið. Dagskrá í tali og tónum í flutningi hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings og Þórarins Hjartarsonar syngjandi sagnfræðings.
4 apríl, 2018, kl. 20.00
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur: Sjávarsíðan í Reykjavík á fullveldisári. Fjallað um Reykjavíkurhöfn og þýðingu hennar fyrir bæinn og þjóðlífið. Einnig um Reykjavíkurslipp.
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Brennið þið vitar
2016-2017
5 október 2016
Kristján Sveinsson, sagnfræðingur: Bygging Reykjanesvita og upphaf vitavæðingar.
Ólafur R. Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri Reykjanesviti. Fyrirætlanir um að gæta vitann lífi.
2 nóvember 2016
Sigurjón Hannesson, fyrrv. skipherra: Þjónusta við vitana við mismunandi aðstæður.
Guðmundur Bernódusson, fyrrv. vitavörður: Um ljóstækni vitanna og breytingar á þeim.
4 janúar 2017
Ólafur Þ. Jónsson, fyrrv. vitavörður: Líf og starf vitavarðarins.
Ólafur R. Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri: Vitinn sem leiðarljós skipstjórans.
8 febrúar, 2017
Hilmar Sigvaldason, vitavörður: Vitar á Akranesi gæddir nýju lífi.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri: Stefna Akranesbæjar í vitamálum.
1 mars, 2017
Níels Árni Lund, skrifstofustjóri: Raufarhöfn sem útgerðarstaður og hlutverk vitanna.
Marsibil Erlendsdóttir, vitavörður: Vitavarsla á Dalatanga á síðari tímum.
5 apríl, 2017
Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur: Strandminjar og stefna Minjastofnunar.
Magnús Skúlason, arkitekt: Friðun vitabygginga og húsagerðarlist sem einkennir þá.
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Strandmenning – auður og ógnir
2015-2016
4 nóvember, 2015
Reykjanes
Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur: Fornleifar á Reykjanesi, Minjar til sjávar og upp til heiða.
Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri Reykjanes Geopark. Uppbygging áfangastaða í Reykjanes Geopark:
13 janúar, 2016
Vestfirðir
Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur: Rannsóknir á strand- og neðansjávarminjum.
Eyþór Eðvarðsson: Menningarlegt stórslys.
3 febrúar, 2016
Norðurland
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur: Fornleifarannsóknir á Siglunesi.
Róbert Guðfinnsson: Uppbygging atvinnulífs í sjávarbyggðum. Hver er galdurinn?
2 mars, 2016
Austurland
Þuríður Elísa Harðardóttir, minjavörður Austurlands: Strandminjar á Austurlandi.
Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar: Frakkar á Íslandsmiðum – franski spítalinn endurbyggður.
6 apríl, 2016
Snæfellsnes
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðs Snæfellsness: Andi Snæfellsnes - auðlind til sóknar.
Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi Gufuskálarannsóknarinnar: Fornleifarannsóknir á Gufuskálum.
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Sjóslys og viðbrögð við þeim
2014-2015
8. október 2014
Stefán Örn Stefánsson. Alliance-húsið. Viðgerðarsaga
Helgi Þorláksson: Sagan af saltfiski, Alliance og hús
5. nóvember 2014
Þórður Tómasson, Skógum og Sigþór Sigurðsson, Litla Hvammi: Sjóslys við Suðurland:
7. janúar 2015
Steinar J. Lúðvíksson: Sjóslys við Ísland
Haukur Sigvaldason: Brotið samfélag
4. febrúar 2015
Friðþór Eydal: Sjóslys á stríðstímum
Forvarnir gegn sjóslysum
4. mars 2015
Hilmar Snorrason: Slysavarnarskóli sjómanna
Gunnar Tómasson: Slysavarnarfélag Íslands – Landsbjörg
Samfélagsáhrif sjóslysa
15. apríl 2015
Gísli Pálsson: Síðasta sjóferðin
Illugi Jökulsson: Háski í hafi. Sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Fræðslufundir Vitafélagsins
2013-2014
2. október 2013
Örlygur Kristfinnsson: Siglufjörður í norrænu sambandi fyrr og síðar
Jón Þór Þorleifsson o.fl. : Flakkað um landið á Húna II
6. nóvember 2013
Árni Snæbjörnsson: Hlunnindi jarða, fyrr og nú
Guðrún Ása Grímsdóttir: Útræði frá sjávarjörðum – saga –hefðir – réttur
8. janúar 2014
Sjómannasöngvar
Svanhildur Jakobsdóttir stjórnar dagskrá
5. febrúar 2014
Haf – og strandsvæði: eignar- og nýtingarréttindi
Ester Ármannsdóttir: Stjórnun og skipulag á haf- og strandsvæðum
Ómar Antonsson: Samtök eigenda sjávarjarða
6. mars 2014
Hvalir – nýting til ferðaþjónustu og útflutnings
Vilhjálmur Jens Árnason: Haftengd ferðaþjónusta. Hvalaskoðun. Íslenski sjávarklasinn:
Edda Elísabet Magnúsdóttir: Hvalahljóð til útflutnings
2. apríl 2014
Roð og roðnýting fyrr og nú
Ágúst Ó. Georgsson: Margfaldur í roðinu: Um nýtingu á fiskroði fyrr á tímum
María K. Magnúsdóttir, markaðsstjóri hjá Sjálvarleðri: Nútíma meðhöndlun og hönnun úr roði.
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Fræðslufundir Vitafélagsins
2012-2013
10 október 2012
Guðrún H. Bjarnadóttir: Menningarverðmæti handverks - hvers virði er handverkskunnátta
7 nóvember 2012
Rósa Þorsteinsdóttir og Sönghópurinn Einbreið brú. Rímur og sjómannasöngvar
9 janúar 2013
Þórunn Kjartansdóttir og Jóhannes Gíslason
Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Um lífið í Skáleyjum á Breiðafirði
6 febrúar 2013
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands: Hetjur hafsins og hin yfirnáttúrulega veröld - um draugasögur tengdar sjómennsku á Íslandi
6 mars 2013
Guðjón Þór Grétarsson: Skipið sem samfélag
Sigurð Sverri Pálsson: Kvikmyndin „Á sjó“
3 apríl 2013
Eiríkur Valdimarsson og fleiri: Gáð til veðurs - rannsókn á veðurgleggni Íslendinga og hæfileikanum að lesa í náttúruna.
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Fræðslufundir Vitafélagsins
2011-2012
5 október 2011
Menning og mannréttindi sjávarbyggða
Níels Einarsson: Mega bátar rugga? Myndmál, menning og mannréttindi í umræðunni um fisk og fólk á Íslandi
Linda María Ásgeirsdóttir: Lífið í sjávarþorpi fyrir og eftir kvóta
2 nóvember 2011
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðgjafi: Æðarrækt og strandnytjar:
11 janúar 2012
Síld, síld, síld
Steinar Lúðvíksson: Síldveiðar frá félagsfræðilegu sjónarmiði
Sigrún Klara Hannesdóttir: Síldarstelpa fer í skóla.
8 febrúar 2012
Sólveig Ólafsdóttir og Laufey Steingrímsdóttir: Þorramatur og lýsi:
.
7 mars, 2012
Fæðan úr fjörunni
Friðrik V. Karlsson: Fjörumatur
Spegill fortíðar – silfur framtíðar
Fræðslufundir Vitafélagsins
2010-2011
6. nóvember 2010
Hann á afmæli hann Óðinn! Í tilefni 50 ára afmælis Óðins verður vegleg dagskrá honum til heiðurs. Guðmundur Hallvarðsson, fyrrv. alþingismaður og formaður Hollvinasamtaka Óðins heldur ræðu, lesið verður úr nýútkominni bók um skipið, sýnd ný kvikmynd (25 mín) um sögu þess og fyrrum skipverjar ganga með gestum um skipið.
4. desember 2010
Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins: Sail Húsavík – norræn strandmenningarhátíð sumarið 2011. Í júlí 2011 verður fyrsta norræna strandmenningarhátíðin haldin á Húsavík. Að hátíðinni standa norræn félög á sviði strandmenningar, ásamt heimamönnum og er hún sú fyrsta sinnar tegundar. Handverk, tónlist, matur, ráðstefnur og málþing er meðal þess sem á dagskránni verður að finna.
15. janúar 2011
Sigrún Magnúsdóttir verkefnastjóri Sjóminjasafns Reykjavíkur: Örfirisey - búseta og strandmenningu í Örfirisey sögu hennar og landháttum.
5. febrúar 2011
Farandverkafólk og sjókonur fyrri alda
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, sagnfræðingur: Farandverkafólk í sjávarútvegi og hagsveiflur á áttunda áratug.
Ragnhildur Bragadóttir, sagnfræðingur. Fast þær sóttu sjóinn. Sagt frá sjókonum fyrri alda sem settust undir árar og fæddu jafnvel börn á sjó.
5. mars 2011
Aðalfundur og ganga um strandminjar á Álftanesi.
Aðalfundur íslenska vitafélagsins – félags um íslenska strandmenningu. Að fundi loknum verður dagskrá um bátasmíði og siglingar og gengið verður um Álftanes undir leiðsögn Valdmars Harðarsonar.
26. mars 2011 Fundarstaður: Saltfisksetrið Grindavík
Selatangar
Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingi hjá Fornleifavernd ríkisins
Jóni Þ. Þór, sagnfræðingur
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, heimamenn og gestir
Fyrr á öldum var líflegt um að litast á Selatöngum. Þar var verstöð og mikið útræði og frá Selatöngum gengu skip frá biskupsstólnum í Skálholti. Nú ganga hvorki skip frá biskupstóli né önnur fley frá Selatöngum, þó enn sé að finna þar leyfar gamalla búðatófta og garða og fleiri spor frá liðnum tíma.
Er hægt að vernda Selatanga og samtímis að skapa þar ný atvinnutækifæri ?