Fræðslufundur 3 apríl, 2019, kl. 20.00

Yfirskrift fræðslufunda starfsársins 2018-2019

Umhverfismál við haf og strönd

Fræðslufundur 3 apríl, 2019, kl. 20.00

Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla hjá HB Granda: Ábyrg verðmætasköpun úr sjávarfangi.

Í erindi sínu mun Torfi fjalla um það hvernig HB Grandi nálgast umhverfis- og samfélagsmál í starfsemi sinni og hvaða árangri félagið hefur náð við að draga úr kolefnisfótspori vegna starfsemi sinnar

Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóri hjá Iceland Sustainable Fisheries: Nýsköpun, vöruþróun og nýjungar í sjávarútvegi.

Kristinn er verkefnastjóri hjá ISF. Iceland Sustainable Fisheries er hlutafélag í eigu 50 fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur það hlutverk að afla og viðhalda alþjóðlegri vottun um sjálfbærar veiðar Íslendinga. Kristinn mun flytja yfirlitserindi um nýsköpun, vöruþróun og nýjungar á sviði sjávarútvegs og fjalla um stöðuna í nútímanum og reyna að spá til um framtíðina.

 

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 3 apríl, 2019

Kl. 20.00.  

 

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir,

                           


Félagsaðild

From: Guðmundur Guðmundsson <gudgud.braedro@gmail.com>

Skilaboð:
Góðan daginn
Óska eftir að ganga úr félaginu.
Ástæðan er ekki nein óánægja heldur vil ég einfaldlega minnka við mig aðild að félögum – sem hefur verið með nokkru óhófi.
Bestu kveðjur,
Guðmundur Guðmundsson
150651-3449


Breytt netfang

From: Hermann Guðjónsson <hermanngudjonsson@gmail.com>

Skilaboð:
Sæl verið þið

Vinsamlega breytið netfangi mínu í félagaskrá.
Ég hef verið félagi nokkurn veginn frá stofnun að ég held en tek eftir að ég er hættur að fá póst frá félaginu.
Skýringin er líklega sú að gömlu vinnunetföngunum mínum hefur verið lokað eftir að ég lét af störfum. Var með hermann@sigling.is og síðar hermann@samgongustofa.is.

Bestu kveðjur
Hermann Guðjónsson


Áhuga á fyrirlestri umhverfismál við haf og strönd

From: Anna Berg Samúelsdóttir <anna.berg@fjardabyggd.is>

Skilaboð:
Sæl verið þið,

Vitafélagið – Íslensk strandmenning heldur áhugaverðan fyrirlestur um umhverfismál við haf og strönd nk. miðvikudag í Reykjavík. Undirrituð hefur talsverðan áhuga á þessum viðburði og þá helst að fá hann fluttan út á landi þ.e. austur á firði. Er það eitthvað sem þið gætuð hugsað ykkur að gera?

Kær kveðja

Anna Berg
Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar

s. 8570774 / 4709065


Umhverfismál í höfnum

Fræðslufundur 6 febrúar 2019, kl. 20.00

 

Gísli Gíslason, formaður Hafnarsambands Íslands og Faxaflóahafna:  Umhverfismál í höfnum, sjávargæðamælingar og umhverfisvottun.

Gísli mun fjalla um hafnir og hvernig umhverfismál eru sífellt að verða sýnilegra og stærra verkefni hafna. Gísli mun einnig fjalla um hertar reglur um sorp, útblástur og landtengingar og almennt um sjávargæðamælingar og umhverfisvottun.

Gnýr Guðmundsson, verkefnastjóri áætlana á þróunar- og tæknisviði hjá Landsneti:  Orkunotkun í höfnum.

Gnýr er verkefnastjóri áætlana hjá Landsneti og í erindi sínu mun hann fjalla um tæknina á bak við landtengingar skipa, kosti og galla og kostnað við að koma upp landtengingum. Síðan mun hann ræða um getu raforkukerfisins til að fæða þessi skip ef að þau yrðu tengd, hvaða mögulegar eru til staðar í að skaffa þetta afl á mismunandi stöðum á landinu og hvort að sé til næg orka.  

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík    


Mercury

From: Marianne Holm <marianne.holm8@gmail.com>

Skilaboð:
Hello
In Sweden mercury has beenremoved from lighthouses with mercury baths.
Do you have any lighthouses in Island with mercury?

Sincerely
Marianne Holm
Hanö lighthouse
Sweden