Fræðslufundur 3 apríl, 2019, kl. 20.00

Yfirskrift fræðslufunda starfsársins 2018-2019

Umhverfismál við haf og strönd

Fræðslufundur 3 apríl, 2019, kl. 20.00

Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla hjá HB Granda: Ábyrg verðmætasköpun úr sjávarfangi.

Í erindi sínu mun Torfi fjalla um það hvernig HB Grandi nálgast umhverfis- og samfélagsmál í starfsemi sinni og hvaða árangri félagið hefur náð við að draga úr kolefnisfótspori vegna starfsemi sinnar

Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóri hjá Iceland Sustainable Fisheries: Nýsköpun, vöruþróun og nýjungar í sjávarútvegi.

Kristinn er verkefnastjóri hjá ISF. Iceland Sustainable Fisheries er hlutafélag í eigu 50 fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur það hlutverk að afla og viðhalda alþjóðlegri vottun um sjálfbærar veiðar Íslendinga. Kristinn mun flytja yfirlitserindi um nýsköpun, vöruþróun og nýjungar á sviði sjávarútvegs og fjalla um stöðuna í nútímanum og reyna að spá til um framtíðina.

 

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 3 apríl, 2019

Kl. 20.00.  

 

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir,

                           


Umhverfismál í höfnum

Fræðslufundur 6 febrúar 2019, kl. 20.00

 

Gísli Gíslason, formaður Hafnarsambands Íslands og Faxaflóahafna:  Umhverfismál í höfnum, sjávargæðamælingar og umhverfisvottun.

Gísli mun fjalla um hafnir og hvernig umhverfismál eru sífellt að verða sýnilegra og stærra verkefni hafna. Gísli mun einnig fjalla um hertar reglur um sorp, útblástur og landtengingar og almennt um sjávargæðamælingar og umhverfisvottun.

Gnýr Guðmundsson, verkefnastjóri áætlana á þróunar- og tæknisviði hjá Landsneti:  Orkunotkun í höfnum.

Gnýr er verkefnastjóri áætlana hjá Landsneti og í erindi sínu mun hann fjalla um tæknina á bak við landtengingar skipa, kosti og galla og kostnað við að koma upp landtengingum. Síðan mun hann ræða um getu raforkukerfisins til að fæða þessi skip ef að þau yrðu tengd, hvaða mögulegar eru til staðar í að skaffa þetta afl á mismunandi stöðum á landinu og hvort að sé til næg orka.  

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík    


Bátasmíðanámskeið á Strandmenningarhátíð

Strandmenningarhátíð 2018


Bátasmíðanámskeið á Strandmenningarhátíð 
Dagana 4. – 8. júlí fer fram á Siglufirði Norræn Strandmenningarhátíð. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á strandmenningu í allri sinni fjölbreytni og kynna fyrir almenningi.
Meðal þess sem á dagskrá verður er bátasmíðanámskeið undir handleiðslu Hafliða Aðalsteinssonar bátasmiðs úr Breiðafirði og Einars Borgfjörd bátasmiðs frá Noregi.
Kennsla fer fram í Gamla Slippnum. Unnið verður að viðgerð eldri báta sem og nýsmíði á norskum súðbyrðingi. Kennt verður föstudaginn 6. júlí frá kl. 13:00 – 18:00 og laugardaginn 7. júlí frá kl. 10:00 – 18:00. 
Þátttaka er að kostnaðarlausu en skráningu þarf að tilkynna Anitu Elefsen, safnstjóra Síldarminjasafnsins, í síma 865 2036 eða með tölvupósti á netfangið: anita(at)sild.is


Apríl 2017

Fræðslufundur 5. apríl 2017 kl. 20.00
í ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5.

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að bjarga óteljandi mannslífum.
Síðasti fræðslufundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:00 í Ægisgarði, Eyjaslóð 5..
Á fræðslufundinum mun Magnús Skúlason, arkitekt ræða um friðun vitabygginga og þá húsagerðalist sem einkennir þá og Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur tala um strandminjar og stefnu Minjastofnunar í varðveislu og verndun strandminja.

Magnús Skúlason, arkitekt og stjórnarmaður Vitafélagsins þekkir öðrum betur sögu byggingarlistar sem einkennir íslenska vitann. Magnús var forstöðumaður Húsafriðunarnefndar um árabil og það var fyrir hans tilstuðlan sem fyrstu vitar landsins voru friðlýstir árið 2003. Nú liggur fyrir tillaga að friðlýsingu á 11 vitum til viðbótar en það er einmitt gert að frumkvæði Magnúsar sem formanns stjórnar Húsafriðunarnefndar.

Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur er fyrsti starfsmaður Minjastofnunar eingöngu vinnur með strandmenningu. Hann hefur m.a. það hlutverk að kortleggja helstu staði sem nú þegar eru þekktir, meta hættu og forgangsraða stöðum til rannsókna og/eða verndunar og skipuleggja skráningu strandminja á óskráðum svæðum. Mikið landbrot af völdum sjávar er víða við strendur landsins og fjöldi menningarminja horfnar eða á leið í sjó. Guðmundur Stefán mun m.a. fræða okkur um framtíðarsýn Minjastofnunar sem lýtur að strandminjum.

Staður og stund:
ÆGISGARUR, EYJARSLÓÐ 5
5. APRÍL 2017
Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis og öllum opinn


Aðalfundur

AÐALFUNDUR VITAFÉLAGSINS

– ÍSLENSK STRANDMENNING
VERÐUR HALDINN Í
ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5, REYKJAVÍK
MIÐVIKUDAGINN 5.APRÍL KLUKKAN 18:00

Dagskrá fundar

1. Skýrsla formanns.
2. Reikningsuppgjör s.l. árs
3. Lagabreytingar
4. Kosning formanns, fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja varamanna.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

 

 

Við minnum félagsmenn á að senda okkur breytt net- og heimilsföng og greiða félagsgjöld
sem fyrst þannig að félagsstarfið haldi áfram að blómstra.
Vitafélagi –íslensk strandmenning


Mars 2017

Fræðslufundur 15. mars 2017 Kl. 20.00
í ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5.

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að bjarga óteljandi mannslífum.

Vegna veikinda þurftum við að fresta fundi um tvær vikur og næsti fræðslufundur verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl. 20:00 verður fundurinn í Ægisgarði, Eyjarslóð 5.

Á þessum fundi fáum við að heyra af lífi og starfi vitavarðarins á Dalatanga og af útgerð og ógnum við Melrakkasléttu og hlutverki vitanna á norðausturhorni landsins.

 

 
Marzibil Erlendsdóttir: Vitavarsla á Dalatanga á síðari tímum.

 Marzibil er bóndi, vitavörður og veðurathugunarkona á Dalatanga. Hún segir frá starfi sínu sem vitavörður og fræðir  fundarmenn um vitana tvo og hljóðvitann á Dalatanga. Marzibil er fróðleiksbrunnur um vita og störf vitavarðarins. Hún er fædd á Siglunesi en hefur búið á Dalatanga frá 8 ára aldri. Faðir hennar var vitavörður á Dalatanga í 25 ár og tók Marzibil við starfi hans og sinnir jafnframt veðurathugun auk þess að vera bóndi.


Niels Árni Lund: Raufarhöfn sem útgerðarstaður og hlutverk vitanna.

 Níels Árni Lund er fæddur í Nýhöfn á Melrakkasléttu 1950.  Þar ólst Níels Árni upp og þekkir því ágætlega til Sléttunnar og mannlífsins sem þar var um og eftir síðustu öld. Ströndin, hættur hennar og lífsbjörg verða rædd – fjallað um skipsströnd við Sléttuna sem hafa verið mörg í gegnum tíðina, enda landið slétt og lítið um kennileiti til að sigla eftir í vondum veðrum og slæmu skyggni. Vitum á Rifstanga, síðar Hraunhafnartanga, Rauðanúpi og Raufarhöfn var því vel fagnað og fullyrða má að ljósgeislar þeirra skiptu sköpum þegar haf og hauður runnu saman í eitt, stundum við samfellda ísbreiðu.

 

Staður og stund:

ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5
15. mars, 2017
Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis

 

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir, s. 823-4417.

 


Febrúar 2017

Brennið þið vitar – lýsið hverjum landa

Fræðslufundur 8. febrúar 2017
Kl. 20.00 í ÆGISGARÐI,
EYJARSLÓÐ 5.

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að bjarga óteljandi mannslífum. Þann 8. febrúar heyrum við af mjög árangurríkri notkun vita sem hluta af ferðamennsku á Akranesi.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi: Vitanir á Breiðinni.
Regína hefur verið bæjarstjóri á Akranesi frá ársbyrjun 2013 og hefur starfað sem stjórnandi í mörg ár, lengst af hjá Reykjavíkurborg. Hún segir: Á Akranesi eru tveir vitar. Sá eldri var byggður árið 1918 og Akranesviti, sá nýrri árin 1943-1944.   Á síðustu árum hafa bæjaryfirvöld á Akranesi lagt fjármuni í að gera upp svæðið í kringum vitana á Breiðinni og þeir eru vinsælir viðkomustaður ferðamanna, ekki síst fyrir tilstuðlan ,,vitavarðarins“ Hilmars Sigvaldassonar. En hvers vegna var ráðist í verkefnið og hvaða þýðingu hafa vitanir fyrir ferðaþjónustu á Akranesi? Regína fer yfir uppbygginguna á Breiðinni og leitar svara við spurningunni um tengsl vitanna og þróun ferðaþjónustunnar í bænum.

Hilmar Sigvaldason, starfsmaður Akraneskaupstaðar. Breytt nýting á Akranesvita.
Hilmar segir frá breyttri nýtingu á Akranesvita og þeim möguleikum sem tengjast auknum fjölda ferðamanna til landsins. Með bjartsýnina að vopni hefur Hilmar glætt svæðið í kringum vitana á Akranesi lífi með því að breyta Akranesvitanum í eins konar menningarvita. Hilmar lumar á ýmsum hugmyndum til að auka á áhuga fólks á vitum landsins.

Staður og stund: Ægisgarður, Eyjarslóð 5, Grandagarði, Reykjavík.
Miðvikudagurinn,  8 febrúar, 2017
Kl. 20.00.  Aðgangur ókeypis

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir, s. 823-4417.

ATHUGIÐ AÐ FUNDURINN ER Í ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5


Janúar 2017

Brennið þið vitar – lýsið hverjum landa

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að
bjarga óteljandi mannslífum.

Fyrsti fræðslufundur 2017 verður haldinn 4. janúar en þá munu tveir menn segja okkur frá sinni ólíku reynslu af vitum.

Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður segir frá lífi og starfi vitavarðarins, Ólafur sem betur er þekktur undir
nafninu „Óli kommi“ vegna pólitískrar sannfæringar er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi.
Óli kommi hefur mikla reynslu af vitavarðarstörfum, var á Galtarvita, Svalvogavita, og Hornbjargsvita,
og er landsfrægur ævintýramaður. Óli hefur frá mörgu að segja frá langri ævi, einangraður frá umheiminum við
vitavörsluna.

Ólafur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri í Grindavík þekkir vel líf sjómannsins og hversu lífsnauðsynlegur
vitinn hefur verið sjómönnum í gegnum tíðina. Ólafur var skipstjóri frá 23 ára aldri á síld, línu og togveiðum og oft
var hann aflakóngur. Hann gefur okkur innsýn inn í líf sjómannsins fyrr á árum. Hann kallar erindi sitt
Ljós á ströndu – Ljós í myrkri.

Staður og stund:
Ægisgarður, Eyjarslóð 5,
Grandagarði, Reykjavík.

Miðvikudagurinn, 4. janúar, 2017
Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis
Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins,
Sigurbjörg Árnadóttir, s. 823-4417

Unnið er að endurskoðun efni vefsins og uppfærslur eru í vinnslu.
Efnið verður gert aðgegilegt jafnóðum og yfirferð er lokið.