Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Spegill fortíðar –silfur framtíðar 

Sögur úr landhelgisstríðunum

Fræðslufundur 4 mars 2020

Pálmi Hlöðversson, fyrrv. skipherra 

Útfærsla landhelginnar 1 september 1958 og átökin við breska togara og herskip

Pálmi mun fjalla af eigin reynslu um landhelgisdeilurnar. Sagt er frá því m.a. þegar skipverjar voru teknir með valdi og fluttir yfir í freigátuna Eastbourne. Pálmi segir líka frá klippunum sem sérstöku leynivopni og beitingu þeirra.

Pálmi byrjaði til sjós 1955 á skólabátnum Þórarni RE, en frá 1958 var hann á varðskipunum, byrjaði sem messagutti og vann sig upp í að vera stýrimaður og skipherra á skipum og flugvélum Landhelgisgæslunnar. Pálmi lærði köfun og starfaði sem kafari í 15 ár og einnig lærði hann hjá Danska sjóhernum að eyða tundurduflum og sprengjum og vann við það um árabil. Pálmi hefur einnig kennt við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Frá 2008 hefur hann unnið mikið í varðskipinu Óðni.

Saga Ólafsdóttir, sagnfræðingur

Endurminningar eiginkvenna íslenskra varðskipsmanna í þorskastríðunum

Í fyrirlestrinum ætlar Saga að fjalla um minningar og upplifun kvenna sem voru bundnar varðskipsmönnum fjölskylduböndum. Hún mun draga fram þátt þeirra í sögu þorskastríðanna og hvaða áhrif atburðirnir höfðu á líf þeirra. Einnig verður farið yfir baráttu kvenna sem börðust fyrir bættu öryggi og vinnuaðstæðum fyrir hönd sinna manna í lok þorskastríðanna.

Saga lauk B.A.prófi í sagnfræði 2015 og er aðal áhugasvið hennar nútíma sagnfræði, munnleg saga og miðlun. Í lokaritgerðinni sinni tók hún saman sögu átta kvenna sem voru giftar eða mæður manna sem voru við vinnu hjá Landhelgisgæslu Íslands í þorskastríðunum og tóku þátt í átökum við Breska flotann fyrir Íslands hönd.  

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 4 mars, 2020 kl. 20.00.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.