Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Landhelgi Íslands og efnahagslögsaga landsins

Fræðslufundur 5 febrúar 2020

Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur og fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar : Fiskistofnarnir og útfærsla fiskveiðilandhelginnar á áttunda áratugnum

Ástand fiskistofnanna við Ísland var meðal mikilvægustu röksemdir Íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur árið 1972 og í 200 sjómílur árið 1975. Eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur tók við nýtt tímabil, þar sem ofveiði erlendra fiskiskipa uppí landsteinum var ekki lengur viðfangsefnið en baráttan innanlands fyrir uppbyggingu fiskstofnanna og takmörkun of þungrar sóknar tók við. Þar skiptust m.a. á fiskifræðileg rök vísindamanna og fiskverndarrök annars vegar; hins vegar ýmis sjónarmið stjórnmálamanna, aðila í sjávarútvegi og byggðarsjónarmið. 

Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Háskóla Íslands: Útfærslur fiskveiðilögsögunnar: Efnahagsleg þýðing

Útfærslur fiskveiðilögunnar er ein af mikilvægustu forsendum hins tiltölulega mikla framlags sjávarútvegsins til þjóðarbúskaparins. Í þessu erindi verður leitast við að meta efnahaglegt gildi þessi að færa fiskveiðilögsöguna út frá 12 sjómílum 1958 í 50 sjómílur 1972 og að lokum 200 sjómílur árið 1976. Í þessi mati eru mörg álitamál. Þó er ljóst að efnahagslegt gildi þessara útfærslna var mjög mikið.  Gróft mat bendir til þess að samanlagt efnahagslegt gildi þessara þátta nemi umtalsverðu hlutfalli af þjóðarframleiðslunni.

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur

Grandagarði 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn 5 febrúar,  2020