Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Fræðslufundur Vitafélagsins-íslensk strandmenning
6.nóvember 2019 kl: 20:00 í húsnæði Sjóstangafélags Reykjavíkur að Grandagarði 18,  2. hæð Landhelgisgæslan, stofnun og saga – Gylfi Geirsson, loftskeytamaður

Gylfi Geirsson er loftskeytamaður en auk þess stundaði hann nám í skóla nska sjó- og landhersins auk skóla Breska hersins. Hann er með diploma í hafrétti frá Ródos.

Gylfi gjörþekkir öll störf Landhelgisgæslunnar eftir 42 ára starfsferil. Hann hóf störf hjá gæslunni sem loftskeytamaður vorið 1971 eftir að hafa starfað 4 ár sem loftskeytamaður hjá Eimskip. Meðal þeirra verkefna sem hann hefur sinnt eru:

  • Loftskeytamaður á varðskipum, flugvélum og í stjórnstöð
  • Viðgerðamaður fjarskipta- og siglingatækja
  • Sprengjusérfræðingur og yfirmaður sprengjudeildar LHG í rúm 20 ár
  • Fulltrúi LHG hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
  • Í sendinefndum Íslands á fundum Norðestur Atlantshafs Fiskveiðisamtakanna (NAFO) og Norðustur Atlantshafs Fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) 1995 til 2018
  • Formaður tækninefndar NEAFC 2005 til 2010
  • Formaður fiskveiðieftirlitsnefndar NEAFC 2010 til 2017
  • Sérfræðingur í fjareftirliti hjá FAO í Róm á vegum ísl. stjórnvalda 2007
  • Verkefnisstjóri hjá North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF) 2008 til 2009 egar Ísland var með formennsku
  • Formaður fiskveiðinefndar NACGF 2008 til 2012

Árið  2013 lét Gylfi af störfum eftir 42 ár, þá sem framkvæmdastjóri erlendra verkefna og nú er hann formaður Öldungaráðsins sem er félagsskapur fyrrum starfsmanna Landhelgisgæslunnar.