Yfirskrift fræðslufunda starfsársins 2018-2019
Umhverfismál við haf og strönd
Fræðslufundur 3 apríl, 2019, kl. 20.00
Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla hjá HB Granda: Ábyrg verðmætasköpun úr sjávarfangi.
Í erindi sínu mun Torfi fjalla um það hvernig HB Grandi nálgast umhverfis- og samfélagsmál í starfsemi sinni og hvaða árangri félagið hefur náð við að draga úr kolefnisfótspori vegna starfsemi sinnar
Kristinn Hjálmarsson, verkefnastjóri hjá Iceland Sustainable Fisheries: Nýsköpun, vöruþróun og nýjungar í sjávarútvegi.
Kristinn er verkefnastjóri hjá ISF. Iceland Sustainable Fisheries er hlutafélag í eigu 50 fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur það hlutverk að afla og viðhalda alþjóðlegri vottun um sjálfbærar veiðar Íslendinga. Kristinn mun flytja yfirlitserindi um nýsköpun, vöruþróun og nýjungar á sviði sjávarútvegs og fjalla um stöðuna í nútímanum og reyna að spá til um framtíðina.
Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur
Grandagarði 18, Reykjavík
Miðvikudagurinn 3 apríl, 2019
Kl. 20.00.
Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir,