Norræn strandmenningarhátíð 4. – 8. júlí 2018

Norræn strandmenningarhátíð 4. – 8. júlí 2018

Norræna strandmenningarhátíðin NORDISK KUSTKULTUR verður haldin á Siglufirði dagana 4-8 júlí 2018. Hátíðin er sú sjöunda í röðinni og ber yfirskriftina; Tónlist við haf og strönd. Á sama tíma fer Þjóðlagahátíðin fram, auk þess sem Siglufjörður fagnar 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarsögu og þjóðin aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Dagskránna má finna undir flipanum Siglufjörður hér að ofan⇑.


Dagskrá: Strandmenningarhátið á Siglufirði 2018

From: Jón Ólafur Björgvinsson <nonnibjorgvins@hotmail.com>

Skilaboð:
Sæl Sigurbjörg
Mér finnst svolítið skrítið að ekki sé minnst á sýninguna "På väg mot Island" í dagskrá ykkar.
Síldarminjasafnið hefur þetta sem frétt á sinni síður og þar stendur:
"Sýningaropnun verður hluti af dagskrá Strandmenningarhátíðar á Siglufirði, sem fer fram dagana 4. – 8. júlí í samstarfi við árlega Þjóðlagahátíð. Á árinu fagnar Siglufjörður jafnframt 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarréttindum. Að sama skapi fagnar Íslenska lýðveldið 100 ára fullveldisafmæli sínu og verður Strandmenningarhátíðin hluti af hátíðarhöldum þjóðarinnar. Sýningin verður öllum aðgengileg á safnsvæðinu til ágústloka og er hluti af framlagi Síldarminjasafnsins til hátíðarhaldanna, auk síldarsaltana og annarra uppákoma sem kynntar verða síðar."

Ég er meðlimur í þessu félagi (Bohusläns Islandsfiskares Ekonomiska Förening) sem styrkir uppsettingu sýningarinnar og það koma 3 félagar með mér plús 3 starfsmenn frá Bohuslän musseum.

Spurning? Er hægt að fá dagskrá í pdf formi ?

Sjá einnig frétt á siglo.is. http://www.siglo.is/is/frettir/sildarminjasafnid-faer-saenskan-styrk

Ég hef einnig safnað ljósmyndum, sögum og greinum um tengsl vesturstrandar Svíþjóðar við Siglufjörð og Ísland í mörg ár og birt margar greinar á siglo.is. og ykkur er velkomið að nota myndir og annað úr þessum greinum.

Nokkur dæmi hér:
http://www.siglo.is/is/frettir/sildin-gerir-lifid-eitthvad-svo-spennandi-1-hluti
http://www.siglo.is/is/frettir/sildin-gerir-lifid-eitthvad-svo-spennandi-2-hluti

Minningar um síldveiðar við Ísland 1946-48.
SAGAN UM SVANINN! Síldveiðar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935
De seglade från Tjörn…….Til SIGLÓ. (50 myndir)
PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna!
Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka
Stórkostleg kvikmynd frá 1954 fundin
SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945
SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband)

p.s
Þú kannski kannast við mig. Var í skóla á Laugarvatni með systur þinni.

kveðja
Nonni
Jón Ólafur Björgvinsson