Aðalfundur

Aðalfundur

Vitafélagið-íslensk strandmenning

boðar til aðalfundar félagsins

4 apríl 2018

 

Í húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18,  2 hæð Kl. 18.00

 

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla formanns
  2. Reikningsuppgjör s.l. árs
  3. Lagabreytingar
  4. Kosning formanns, fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja varamanna.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.
  6. Ákvörðun um félagsgjöld.
  7. Önnur mál.

Eftir aðalfund býður Vitafélagið til fræðsludagskrár sem hefst kl. 20.00


Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Fræðslufundur 4. apríl kl. 20:00

Salur Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2 hæð. ATH. húsið er merkt Hafrannsóknarstofnun

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur.  Sjávarsíðan í Reykjavík á fullveldisári.  Í erindinu mun Guðjón fjalla um Reykjavíkurhöfn og þýðingu hennar fyrir bæinn og þjóðlífið. Einnig mun hann fjalla um Reykjavíkurslipp og hlutverk hans í þróunarsögu hafnarinnar.

Guðjón er sagnfræðingur að mennt og starfaði sem kennari og blaðamaður um 15 ára skeið. Frá 1985 hefur hann helgað sig fræðimennsku og ritstörfum. Eftir hann liggja um 25 bækur um margvísleg sagnfræðileg efni, þar á meðal nokkrar ævisögur. Þrisvar sinnum hefur hann hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin og einnig hefur hann hlotið Verðlaun Jóns Sigurðssonar og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir verk sín.