Strandmenning Hafnarnes við Fáskrúðsfjörð

From: Helga Pálsdóttir <helgap07@gmail.com>

Skilaboð:
Góðan dag!
Ég hef, ásamt félaga mínum höfum ákveðið að fara af stað í að safna heimildum og efni um líf og sögu Hafnarness við Fáskrúðsfjörð. Verkefni þetta er nýfarið af stað og áhuginn einn rekur okkur áfram um að halda sögu þeirra sem Hafnarnes byggðu á lofti en þarna var um 100 manna þorp þegar mest var. Útgerðin var aðallifibrauðið og svo landbúnaðurinn. Okkur þykir full ástæða til að skrásetja heimildir og gera aðgengilegar í hvaða formi sem það verður. Er þetta efni ekki eitthvað sem tengist ykkar starfsemi? Og er eitthvað sem þið gætuð bent okkur á í þessari vinnu?. "Maður veit ekki nema maður spyrji" sagði einhver og þvi sendi ég þetta erindi.
Með kveðju
Helga Pálsdóttir
helgap07@gmail.com
gsm. 8634539


Spegill fortíðar-silfur framtíðar

Spegill fortíðar –silfur framtíðar

Fræðslufundur 7. mars 2018 Kl. 20.00

Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18,  2 hæð. ATH. húsið er merkt Hafrannsóknarstofnun

Dagskrá nýs árs verður helguð árinu 1918 í tilefni 100 ára afmælis sjálfsstæðis Íslendinga.

Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson. Konur og fullveldið. Dagskrá í tali og tónum í flutningi hjónanna Margrétar og Þórarins.

Í dagskránni verður varpað ljósi á stöðu og störf kvenna í tali og tónum. Margrét fjallar bæði um launavinnu, heimilisstörf og sjálfboða vinnu í þágu félagasamtaka. Jafnframt verður hugað að pólitískri þátttöku kvenna og áhrifum þeirra á uppbyggingu fullvalda ríkis á Íslandi. Þórarinn mun lita erindið með tóndæmum sem ætlað er að undirstrika lífssögu formæðra okkar. 

Margrét Guðmundsdóttir er sagnfræðingur og hefur starfað við sjálfstæðar rannsóknir frá árinu 1988 með áherslu á sögu íslenskra kvenna á 19. og 20. öld. Aldarspor bók hennar um sögu Hvítabandsins kom út árið 1995 en þar eru líknarstörf kvenna í forgrunni. Fimm árum síðar kom ritið Í þágu mannúðar en þar er saga Rauða kross Íslands í brennidepli. Verk hennar Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010. Margrét hefur einnig komið að uppsetningu sýninga t.d. handritsgerð að sögusýningu í Þvottalaugunum í Reykjavík sem opnuð var árið 1995 og sýningarröðinni Spor kvenna, tólf sýningar um jafnmargar konur úr Dalvíkurbyggð á árunum 2015 til 2016.

Þórarinn Hjartarson hefur jöfnum höndum stundað járnsmíðar, ritstörf og söng. Járnsmíðarnar hefur hann lengst og mest stundað við Slippinn á Akureyri. Þá hefur hefur hann ritað bækur og greinar á sviði sagnfræði, stjórnmála og bókmennta. Í tónlistinn er Þórarinn þjóðlegur mjög og leggur rækt við þjóðlög og kvæðamennsku. Þekktastur er söngur hans á ljóðum Páls Ólafssonar sbr. hljómdiskinn Söngur riddarans frá 2001.