lógó

From: Albert Gunnlaugsson <albert@tunnan.is>

Skilaboð:
sæl Vantar nýja lógóið vegna auglýsingar ( frá Fjallabygð) um strandmenningarhátíðina. Hægt að fá í alvöru upplausn? Ekki bara svona net mynd eins og er á síðunni!


Fræðslufundur

 

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

 1 nóvember, 2017, kl. 20.00 í húsnæði

 Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18,  2 hæð

Konur og strandmenning

 Inga Fanney Egilsdóttir, stýrimaður: Konan í brúnni

Inga Fanney hefur skipstjórnarréttindi á farskipum og fiskiskipum. Hún hefur verið yfirstýrimaður á íslenskum fraktskipum og stýrimaður á rannsóknaskipi í Namibíu svo eitthvað sé nefnt. Þar kenndi hún líka við sjómanna- og stýrimannaskóla í Walvis Bay. Hún hefur frá mörgu skemmtilegu að setja frá ferli sínum sem er um mjög margt óvenjulegur.

Gunnhildur Hrólfsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur: „Þær þráðinn spunnu“. Konur í Vestmannaeyjum og hlutverk þeirra í samfélagi karla.

Gunnhildur er fædd í Vestmannaeyjum og ólst þar upp við ýmis konar fiskvinnslustörf. Hún lauk B.A.-prófi í sagnfræði og árið 2015 gaf hún út bókina Þær þráðinn spunnu um störf kvenna og sérstaklega konur í Vestmannaeyjum þar sem lífsbjörgin var fiskur og fugl.  Vinnuaðstaða kvenna sem unnu í fiski var erfið. Þær stóðu í kulda og bleytu og átti sú aðstaða ekki aðeins við Eyjar heldur flesta staði á landinu þar sem fiski var landað. Gunnhildur hefur samið barna- og unglingabækur sem hafa fengið mjög góða dóma og unnið til verðlauna á því sviði.