Súðbyrðingurinn

SÚÐBYRÐINGURINN Á LISTA HJÁ UNESCO

MÁLÞING Í SJÓMINJASAFNI REYKJAVÍKUR – GRANDAGARÐI 8

Föstudaginn 6. október KL. 14:00

Vitafélagið – íslensk strandmenning hefur ásamt öflugum hópi áhugafólks á Norðurlöndum unnið að því að fá norrænar hefðir við smíði súðbyrðings settar á lista hjá UNESCO yfir huglægar menningarerfðir mannkynsins- listann yfir þýðingarmikla starfshætti sem borist hafa frá kynslóð til kynslóðar – hefðir sem munu hverfa verði þeim ekki viðhaldið. Á þriðja hundrað samstarfs- og stuðningsaðilar eru að verkefninu og hafa nú öll norrænu ríkin opnað lista yfir skráningu menningarerfða UNESCO – nema Ísland.

Dagskrá fundarins:

Reynirinn dregur til botns en einirinn heldur á floti“ – Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða

Norrænar hefðir við smíði súðbyrðings á lista hjá UNESCO – Tore Friis-Olsen, Förbundet Kysten Noregi

Fundarstjóri: Sigrún Klara Hannesdóttir

Fundurinn er öllum opinn