Spegill fortíðar -silfur framtíðar

Spegill fortíðar – silfur framtíðar

Fræðslufundur 4. október  2017 Kl. 20.00

Hefðbundin dagskrá Vitafélagsins hefst  þann 4  október 2017. Athygli er vakin á því að dagskrá vetrarins verður haldin í húsnæði

 Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur að Grandagarði 18,  2 hæð

Dagskrá vetrarins verður í raun tvískipt. Að hausti verða eingöngu konur á dagskrá og fjallað verður um konur og strandmenningu í víðasta skilningi. Eftir áramótin hefst dagskrá sem helguð er árinu 1918 í tilefni 100 ára afmælis sjálfsstæðis Íslendinga.

 Konur og strandmenning

4 október 2017, kl. 20.00

Marzibil Erlendsdóttir, vitavörður: Vitavarsla á Dalatanga á síðari tímum.

 Marzibil er bóndi, vitavörður og veðurathugunarkona á Dalatanga.  Hún segir frá starfi sínu sem vitavörður og fræðir  fundarmenn um vitana tvo og hljóðvitann á Dalatanga. Marzibil er fróðleiksbrunnur um vita og störf vitavarðarins. Hún er fædd á Siglunesi en hefur búið á Dalatanga frá 8 ára aldri. Faðir hennar var vitavörður á Dalatanga í 25 ár og tók Marzibil við starfi hans og sinnir jafnframt veðurathugun auk þess að vera bóndi.

Guðrún Arndís Jónsdóttir, stjórnarmaður í félaginu Konur í sjávarútvegi. Markmið félagsins og viðfangsefni.

 Guðrún Arndís Jónsdóttir er skrifstofustjóri hjá Iceland Pelagic ehf.   Hún er  viðskiptafræðingur með meistarapróf og hef áður starfað hjá m.a.  Samherja hf sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs og sem forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs.   

Félagið „Konur í sjávarútvegi“ var stofnað  árið 2013  af nokkrum konum sem starfa í greininni.   Þær eru nú orðnar um 250 talsins og vinna hjá hinum ýmsu fyrirtækjum bæði við veiðar og vinnslu en einnig hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn.    Tilgangurinn er sá m.a. að mynda öflugt tengslanet meðal félagskvenna, gera þær sýnilegri innan greinarinnar og stuðla að fræðslu.  

Staður og stund: Grandagarður 18, Reykjavík                                     

Miðvikudagurinn,  4 október, 2017