Apríl 2017

Fræðslufundur 5. apríl 2017 kl. 20.00
í ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5.

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að bjarga óteljandi mannslífum.
Síðasti fræðslufundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:00 í Ægisgarði, Eyjaslóð 5..
Á fræðslufundinum mun Magnús Skúlason, arkitekt ræða um friðun vitabygginga og þá húsagerðalist sem einkennir þá og Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur tala um strandminjar og stefnu Minjastofnunar í varðveislu og verndun strandminja.

Magnús Skúlason, arkitekt og stjórnarmaður Vitafélagsins þekkir öðrum betur sögu byggingarlistar sem einkennir íslenska vitann. Magnús var forstöðumaður Húsafriðunarnefndar um árabil og það var fyrir hans tilstuðlan sem fyrstu vitar landsins voru friðlýstir árið 2003. Nú liggur fyrir tillaga að friðlýsingu á 11 vitum til viðbótar en það er einmitt gert að frumkvæði Magnúsar sem formanns stjórnar Húsafriðunarnefndar.

Guðmundur Stefán Sigurðsson, fornleifafræðingur er fyrsti starfsmaður Minjastofnunar eingöngu vinnur með strandmenningu. Hann hefur m.a. það hlutverk að kortleggja helstu staði sem nú þegar eru þekktir, meta hættu og forgangsraða stöðum til rannsókna og/eða verndunar og skipuleggja skráningu strandminja á óskráðum svæðum. Mikið landbrot af völdum sjávar er víða við strendur landsins og fjöldi menningarminja horfnar eða á leið í sjó. Guðmundur Stefán mun m.a. fræða okkur um framtíðarsýn Minjastofnunar sem lýtur að strandminjum.

Staður og stund:
ÆGISGARUR, EYJARSLÓÐ 5
5. APRÍL 2017
Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis og öllum opinn


Aðalfundur

AÐALFUNDUR VITAFÉLAGSINS

– ÍSLENSK STRANDMENNING
VERÐUR HALDINN Í
ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5, REYKJAVÍK
MIÐVIKUDAGINN 5.APRÍL KLUKKAN 18:00

Dagskrá fundar

1. Skýrsla formanns.
2. Reikningsuppgjör s.l. árs
3. Lagabreytingar
4. Kosning formanns, fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja varamanna.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

 

 

Við minnum félagsmenn á að senda okkur breytt net- og heimilsföng og greiða félagsgjöld
sem fyrst þannig að félagsstarfið haldi áfram að blómstra.
Vitafélagi –íslensk strandmenning