Mars 2017

Fræðslufundur 15. mars 2017 Kl. 20.00
í ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5.

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að bjarga óteljandi mannslífum.

Vegna veikinda þurftum við að fresta fundi um tvær vikur og næsti fræðslufundur verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl. 20:00 verður fundurinn í Ægisgarði, Eyjarslóð 5.

Á þessum fundi fáum við að heyra af lífi og starfi vitavarðarins á Dalatanga og af útgerð og ógnum við Melrakkasléttu og hlutverki vitanna á norðausturhorni landsins.

 

 
Marzibil Erlendsdóttir: Vitavarsla á Dalatanga á síðari tímum.

 Marzibil er bóndi, vitavörður og veðurathugunarkona á Dalatanga. Hún segir frá starfi sínu sem vitavörður og fræðir  fundarmenn um vitana tvo og hljóðvitann á Dalatanga. Marzibil er fróðleiksbrunnur um vita og störf vitavarðarins. Hún er fædd á Siglunesi en hefur búið á Dalatanga frá 8 ára aldri. Faðir hennar var vitavörður á Dalatanga í 25 ár og tók Marzibil við starfi hans og sinnir jafnframt veðurathugun auk þess að vera bóndi.


Niels Árni Lund: Raufarhöfn sem útgerðarstaður og hlutverk vitanna.

 Níels Árni Lund er fæddur í Nýhöfn á Melrakkasléttu 1950.  Þar ólst Níels Árni upp og þekkir því ágætlega til Sléttunnar og mannlífsins sem þar var um og eftir síðustu öld. Ströndin, hættur hennar og lífsbjörg verða rædd – fjallað um skipsströnd við Sléttuna sem hafa verið mörg í gegnum tíðina, enda landið slétt og lítið um kennileiti til að sigla eftir í vondum veðrum og slæmu skyggni. Vitum á Rifstanga, síðar Hraunhafnartanga, Rauðanúpi og Raufarhöfn var því vel fagnað og fullyrða má að ljósgeislar þeirra skiptu sköpum þegar haf og hauður runnu saman í eitt, stundum við samfellda ísbreiðu.

 

Staður og stund:

ÆGISGARÐI, EYJARSLÓÐ 5
15. mars, 2017
Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis

 

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir, s. 823-4417.