Janúar 2017

Brennið þið vitar – lýsið hverjum landa

Dagskrá vetrarins er helguð íslenska vitanum sem hefur lýst sjófarendum um hættur strandarinnar og átt þátt í að
bjarga óteljandi mannslífum.

Fyrsti fræðslufundur 2017 verður haldinn 4. janúar en þá munu tveir menn segja okkur frá sinni ólíku reynslu af vitum.

Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður segir frá lífi og starfi vitavarðarins, Ólafur sem betur er þekktur undir
nafninu „Óli kommi“ vegna pólitískrar sannfæringar er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi.
Óli kommi hefur mikla reynslu af vitavarðarstörfum, var á Galtarvita, Svalvogavita, og Hornbjargsvita,
og er landsfrægur ævintýramaður. Óli hefur frá mörgu að segja frá langri ævi, einangraður frá umheiminum við
vitavörsluna.

Ólafur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri í Grindavík þekkir vel líf sjómannsins og hversu lífsnauðsynlegur
vitinn hefur verið sjómönnum í gegnum tíðina. Ólafur var skipstjóri frá 23 ára aldri á síld, línu og togveiðum og oft
var hann aflakóngur. Hann gefur okkur innsýn inn í líf sjómannsins fyrr á árum. Hann kallar erindi sitt
Ljós á ströndu – Ljós í myrkri.

Staður og stund:
Ægisgarður, Eyjarslóð 5,
Grandagarði, Reykjavík.

Miðvikudagurinn, 4. janúar, 2017
Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis
Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins,
Sigurbjörg Árnadóttir, s. 823-4417

Unnið er að endurskoðun efni vefsins og uppfærslur eru í vinnslu.
Efnið verður gert aðgegilegt jafnóðum og yfirferð er lokið.